28. ágúst, 2007 - 07:44
Fréttir
Sex erlendir ferðamenn voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í gærkvöld eftir að bifreið þeirra valt út af veginum á Fljótsheiði milli Bárðardals og Reykjadals. Beita þurfti tækjabúnaði til að ná einum mannanna út úr bílnum sem er mjög illa farinn. Meiðsli fimm ferðamannanna voru ekki talin mjög alvarleg en einn var meira slasaður og eitthvað brotinn.