Selma Malmquist, markvörður í liði KA/Þórs í N1- deild kvenna í handbolta, hefur ákveðið að hætta að leika með liðinu. Ástæðan fyrir brotthvarfi Selmu ku vera meiðslavandræði og annir í námi.
Selma hefur verið aðalmarkvörður liðsins það sem af er vetri og ljóst að þetta er mikil blóðtaka fyrir KA/Þór, sem nú hefur einungis einn markvörð á sínum snærum.