Selfoss vann eins marks sigur gegn KA í dag, 1:0, er liðin mættust í Akraneshöllinni í annarri umferð Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu. Það var Jón Guðbrandsson sem skoraði eina mark leiksins fyrir Selfyssinga á 48. mínútu.
KA er þar með enn án stiga í keppninni eftir í fyrstu tvo leikina en Selfyssingar hafa þrjú stig.