19. júlí, 2007 - 09:24
Fréttir
Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur fyrir að hafa klæðst einkennisskyrtu lögreglunnar á veitingastaðnum Kaffi Akureyri í apríl á þessu ári. Maðurinn viðurkenndi það brot sitt. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa gefið óeinkennisklæddum lögreglumönnum upp rangt nafn og kennitölu þegar þeir höfðu af honum afskipti vegna skyrtumálsins. Dómurinn sagði hinsvegar að ekkert hefði legið fyrir um það í gögnum málsins að hinum ákærða hafi verið skýrt frá réttindum sínum sem sakbornings. Dómurinn sýknaði manninn af þessum ákærulið en dæmdi hann í 20 þúsund króna sekt vegna skyrtumálsins.