Seinkun á blaðaútburði Vikudags

Mikil mengun er á Akureyri.
Mikil mengun er á Akureyri.

Vegna mikillar gosmengunar á Akureyri mun blaðaútburði á Vikudegi seinka til áskrifenda í dag. Foreldrar hafa haft samband og líst yfir áhyggjum af því að senda börnin út vegna mengunar. Tekið verður tillit til þess. Almannavarnir hafa sent íbúum á Eyjafjarðarsvæðinu SMS-skilaboð þar sem fólk er hvatt til að loka gluggum, hækka í ofnum og halda sér innandyra. Dökkt mistur liggur yfir Eyjafirði og hefur gangandi fólk á leið í vinnu fundið fyrir óþægindum vegna mengunarinnar.

Nýjast