Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að nýta heimild í útboðsgögnum um að segja upp samningum við alla verktaka í útboðinu Snjómokstur og hálkuvarnir 2019-2022. Tekur uppsögnin gildi 1. október 2021.
Í bókun umhverfis-og mannvirkjaráðs segir að hefja skuli samtal við verktaka um breytt verklag og hugmyndir þeirra um hvað má betur fara við framkvæmd snjómoksturs með hag íbúa Akureyrarbæjar að leiðarljósi.