Segja orðs Halldórs hjákátleg

Bæjarstjórn Akureyrar sendir Halldóri kaldar kveðjur.
Bæjarstjórn Akureyrar sendir Halldóri kaldar kveðjur.

Bæjarstjórn Akureyrar lýsir furðu sinni á andstöðu formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, Halldórs Halldórsson, sem jafnframt er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, við uppbyggingu opinberra starfa á landsbyggðunum sem birtist í tillöguflutningi hans í borgarráði Reykjavíkur. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar.


„Orð hans um að gætt sé sérstaklega að „mikilvægi höfuðborgarinnar“ þegar kemur að uppbyggingu opinberra stofnana eru í besta falli hjákátleg þegar horft er til þess að nær öll opinber störf á landinu verða til í Reykjavík. Tregða í kerfinu virðist hamla fjölgun opinberra starfa á landsbyggðunum hvort sem það er gert með flutningi stofnana eða staðsetningu nýrra stofnana. Eina leiðin til þess að breytingar verði og fleiri opinber störf byggist upp vítt og breitt um landið er með pólitískri ákvörðun,“ segir í bókun.


Bæjarstjórn samþykkti bókunina með 11 samhljóða atkvæðum.

 

Nýjast