Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga, segir verkfallsbrot eiga sér stað á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk). Þetta segir Gyða í bréfi sem hún ritar til Sigurðs E. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga á SAk, fyrir hönd félagsins en Vikudagur hefur bréfið undir höndum.
Þar segir að Félag lífeindafræðinga hafi borist ábendingar um að þess sé krafist af hjúkrunarfræðingum á sjúkradeildum SAk að taka almennar blóðprufur, verkferlið hafi verið þannig alla jafna að hjúkrunarfræðingar taki bráðar blóðprufur á sjúkradeildum á meðan lífeindafræðingar taka almennar blóðprufur.
Gyða Hrönn segist í samtali við Vikudag hafa áhyggjur af öryggi á sjúkrahúsinu. Sigurður E. Sigurðsson segist ekki geta ekki litið svo á að um verkfallsbrot sé að ræða, tryggja þurfi öryggi sjúklinga og málið sé flókið.
Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags sem kom út í dag.
-þev