Sátt við lífið í Flórída

Bryndís Rún Hansen.
Bryndís Rún Hansen.

Bryndís Rún Hansen stimplaði sig vel inn í íslenskt sundlíf á dögunum þegar hún vann þrenn gullverðlaun á Íslandsmeistaramótinu sem haldið var í Reykjavík. Bryndís, sem þykir ein efnilegasta sundkona landsins, stundar nám í Bandaríkjunum eftir að hafa búið í Bergen í Noregi undanfarin tvö ár. Hún segir námið fara vel með sundæfingunum vestanhafs og stefnir á þátttöku á heimsmeistaramótinu í Katar í desember.

Bryndís flutti til Bandaríkjanna í ágúst á síðasta ári og segir ástæðuna fyrir flutningunum tvíþætta. "Hluta til var það af sömu ástæðu og ég flutti til Noregs á sínum tíma; að halda áfram að skora á sjálfa mig og falla ekki í einhvern þægindahring. Einnig kynntist ég unnusta mínum í  Noregi. Hann var að fara í háskólanám og sagði mér frá skólanum."

throstur@vikudagur.is

Nánar er rætt við Bryndísi í prentútgáfu Vikudags.

 

Nýjast