SAsen vann nauman og dramatískan sigur á Birninum, 5:4, er liðin mættust í Skautahöllinni á Akureyri í gærkvöld á Íslandsmótinu í íshokkí kvenna. Jafnræði var með liðinum í leiknum og staðan eftir fyrstu lotu var 1:0 fyrir gestina.
Gestirnir í Birninum bættu við einu marki í annari lotu gegn tveimur mörkum heimamanna og staðan því 2:2 fyrir þriðju og síðustu lotuna. Þar reyndust heimastúlkur sterkari og tryggðu sér 5:4 sigur þar sem sigurmarkið kom á síðustu sekúndu leiksins.
Saraha Smiley skoraði tvíevegis fyrir SAsen í leiknum og þær Linda Sveinsdóttir, Guðrún Blöndal og Vigdís Aradóttir skoruðu sitt markið hver.
Fyrir Björninn skoraði Ingibjörg Hjartardóttir tvö mörk og þær Kristín Ingadóttir og Hanna Heimisdóttir sitt markið hvor.