„Sárt að horfa upp á mismunun eftir búsetu“

Á undanförnum fimm árum hafa 47 farið í PMTO-meðferð á Akureyri.
Á undanförnum fimm árum hafa 47 farið í PMTO-meðferð á Akureyri.

Barnaverndarstofa hefur ákveðið að hætta samstarfi við Akureyrarbæ um meðferð fyrir unglinga og fjölskyldur þeirra sem staðið hefur frá árinu 2009, sk. PMTO-meðferð. Í því verkefni var lögð áhersla á stuðning við fjölskyldur unglinga með hegðunarerfiðleika á Akureyri og nágrenni. Athygli vekur að fjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni sem glíma við þennan vanda býðst áfram viðamikil þjónusta. Barnaverndarstofa veitir nú enga sambærilega þjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu eða annarsstaðar utan suðvesturhornsins. Áskell Örn Kárason, sálfræðingur og forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, segir málið grafalvarlegt.

-þev

Nánar er fjallað um þetta mál og rætt við Áskel Örn í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag

Nýjast