Sandur á svellið

Víða er fljúgandi hálka á Akureyri og nágrenni og því hefur framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar sturtað niður haugum af grófum sandi á völdum stöðum í bænum þar sem fólk getur sótt sér efni til hálkuvarna. Sandinn er að finna á starfsmannabílastæði sunnan Rangárvalla þar sem framkvæmdamiðstöðin er til húsa, við grenndarstöð norðan við Ráðhúsið og við Bónus í Naustahverfi. Í dag verður sandi einnig komið fyrir við grenndarstöðvar í Sunnuhlíð og við Skautahöllina. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast