Samvinnu framhaldsskóla á Norðurlandi frestað

Menntaskólinn á Akureyri/mynd karl eskil
Menntaskólinn á Akureyri/mynd karl eskil

Vegna þess að breytingar á skóladagatali Menntaskólans á Akureyri hafa ekki náðst í gegn í menntamálaráðuneytinu verður ekkert af samvinnu menntaskóla á Norðurlandi eins og gert var ráð fyrir á næsta skólaári.

 „Það var ekki búið að útvega það fjármagn sem þarf til að breyta skóladagatalinu. Í góðri trú fór ég áfram með þetta mál innan skólans því ráðuneytið og ráðherra sögðu mér að þeir myndu tryggja það fjármagn sem þyrfti til að breyta þessu. Það að færa skóladagatalið kostar fjármagn. Þegar ég fékk síðan að vita að ekki fengist nægilegt fjármagn ákváðum við að slá þessu á frest um eitt ár,“ segir Jón Már. „Það er leitt að þetta skuli fara svona en þetta er ekkert slegið út af borðinu. Við frestum þessu bara um eitt ár,“ sagði Jón Már Héðinsson skólameistari Menntaskólans á Akureyri í samtali við Fréttablaðið.

Nýjast