20. apríl, 2011 - 13:07
Fréttir
Meirihluti framkvæmdaráðs Akureyrar samþykkti á síðasta fundi ráðsins að taka á ný upp helgarakstur SVA yfir
sumarmánuðina. Á fundinum var kynntur kostnaður vegna helgarakstursins. Síðastliðin tvö sumur hefur helgarakstur SVA legið niðri þessa
mánuði.
Sigfús Arnar Karlsson fulltrúi B-lista í framkvæmdaráð lék bóka á fundinum að hann teldi rétt að
vísa málinu til vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 og greiddi því atkvæði á móti.