Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi á svæði á Oddeyri austan Hjalteyrargötu sem einnig felur í sér breytingu á rammahluta aðalskipulagsins sem nær til Oddeyrar. Svæðið afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri.
Er svæðið í dag að mestu skilgreint sem athafnasvæði en með breytingunni er gert ráð fyrir að það breytist í íbúðarsvæði þar sem heimilt verður að byggja allt að 6 til 11 hæða fjölbýlishús með athafnastarfsemi á neðstu hæð. Málið hefur vakið mikið umtal í bæjarfélaginu en skiptar skoðanir eru um ágæti fyrirhugaða bygginga.
Skipulagslýsingin verður kynnt á fundi í Hofi þann 21. október n.k. kl. 17:00 og eru allir velkomnir. Á fundinum verða einnig kynntar hugmyndir þróunaraðila að uppbyggingu á svæðinu, segir á vef Akureyrarbæjar.