Samsvarar útblæstri eittþúsund bíla

Græni trefillinn setur sterkan svip á Akureyri/mynd Karl Eskil
Græni trefillinn setur sterkan svip á Akureyri/mynd Karl Eskil

Hallgrímur Indriðason skiplagsstjóri Skógræktar ríkisins áætlar að á vegum Akureyrarbæjar hafi verið sett niður ein og hálf milljón trjáplantna í bæjarlandinu, kollefnisbindingin samsvaraði útblæstri um eittþúsund fólksbifreiða. Hallgrímur sér fyrir sér að lokið verði við að gróðursetja í svokallaðan grænan trefil utan um þéttbýlið á Akureyri en tækifærin séu þó víðar. Til dæmis séu möguleikar neðst á Glerárdal þar sem áður voru annars vegar sorphaugar bæjarins austan Glerár og hins vegar malarnámur vestan árinnar.

Í fyrra var á nýjan leik byrjað að gróðursetja í græna trefilinn og verður því starfi haldið áfram í sumar. Nánar er sagt frá erindi Hallgríms Indriðasonar á heimasíðu Skógræktar ríkisins.

Nýjast