30. apríl, 2007 - 18:42
Fréttir
Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður KJALAR, flytur ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna á Akureyri, á baráttudegi launafólks á morgun 1. maí. „SAMSTAÐA VIÐ EYJAFJÖRÐ" eru kjörorð dagsins. Aðalræðu dagsins flytur Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og einnig flytur Soffía Gísladóttir, framkvæmdastjóri SÍMEY ávarp. Hátíðardagskráin fer fram í Sjallanum. Þeir sem hug hafa á að fara í kröfugöngu á morgun munu safnast saman við Alþýðuhúsið kl. 13:30. Allir sem mæta í gönguna fá afhenta happdrættismiða, nöfn heppinna vinningshafa verða dregin út í Sjallanum. Kröfugangan leggur af stað frá Alþýðuhúsinu kl. 14:00 við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Að lokinni kröfugöngu fer fram hátíðardagskrá í Sjallanum. Þar verður einnig boðið upp á skemmtidagskrá og kaffiveitingar.