Samkomuhúsið hefur alla tíð verið eitt helsta bæjarprýði Akureyrarbæjar og hýst margvíslega menningarstarfsemi. Húsið hefur verið aðsetur Leikfélag Akureyrar alla tíð. Svartur köttur er 286. uppsetning Leikfélagsins en leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri LA. Auk þess að hýsa leiksýningar Leikfélagsins hafa í Samkomuhúsinu verið haldnir dansleikir, tónleikar, fundir og ýmiss annar mannfagnaður. Bæjarstjórn Akureyrar notaði húsið til fundahalda um ártuga skeið. Samkomuhúsið hefur verið miðpunktur menningarlífs á Norðurlandi frá upphafi.
Leikritið Svartur köttur er margverðlaunað og hefur víða vakið verðskuldaða athygli. Sömu sögu er að segja um mörg fyrri verka McDonaghs, s.s. Koddamanninn, Halta Billa og Fegurðardrottninguna frá Línakri sem öll hafa verið sýnd hérlendis. Sagan er reyfarakennd og fyndin, persónurnar vitgrannar en brjóstumkennanlegar, umfjöllunarefnið áleitið og húmorinn flugbeittur. Svartur köttur var frumsýnt í Bretlandi fyrir fjórum árum og var valið gamanleikrit ársins af þarlendum gagnrýnendum. Nú í vor var það svo frumsýnt á Broadway þar sem leikhúsunnendur halda ekki vatni.