Samið við KA um notkun og rekstur Akureyrarvallar

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt samkomulag við Knattspyrnufélag Akureyrar, KA, vegna notkunar og reksturs Akureyrarvallar. Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs segir að samkomulagið sé gert í tengslum við frestun framkvæmda á KA-svæðinu.  

Það snýst um að tryggja KA aðgang að keppnisaðstöðu þar til hægt verður að ráðast í þær framkvæmdir. Félagið mun hafa aðgang að Akureyrarvellinum sumarið 2009 og sjá síðan um rekstur hans samkvæmt rekstrarsamningi frá og með vorinu 2010 og þar til nýframkvæmdum er lokið á KA-svæði.

Nýjast