11. janúar, 2010 - 13:43
Fréttir
Á síðasta fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar, voru kynntar niðurstöður dómnefndar sem skipuð var til að meta tillögur sem
bárust í hönnun og framleiðslu á húsgögnum og lausum búnaði í Fljótið, veitingastað og forsal menningarhússins Hofs.
Dómnefnd leggur til að gengið verði til samninga við Sýrusson ehf. í Kópavogi. Stjórn FA samþykkti að fela framkvæmdastjóra
að vinna áfram að málinu með fyrirtækinu.
Sýrusson sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á húsgögnum, innréttingum, ljósum og öðru sem viðkemur
fyrirtækjum, stofnunum og heimilum. Bæði er um að ræða sérhannaða sem og fjöldaframleidda hluti. Öll húsgögnin eru framleidd
á Íslandi í samstarfi við leiðandi fyrirtæki, hvert á sínu sviði, segir m.a. á vef fyrirtækisins.