Samherji kaupir Engey RE

Samherji hf. hefur í dag keypt, fyrir hönd erlends dótturfélags, Engey RE 1, stærsta fiskiskip landsins og verður það afhent í Fuglafirði fimmtudaginn 22. mars nk. Skipið verður í framtíðinni gert út erlendis og er liður í að styrkja erlenda starfsemi Samherja hf. Söluverð skipsins er 31,4 milljónir evra og bókfærður hagnaður af sölunni í kringum 700 milljónir króna. Af þessum sökum er fallið frá áður tilkynntum áætlunum um að selja Engey til dótturfélags HB Granda, Atlantic Pelagic, og gera hana út við strendur Afríku, segir í tilkynningu frá Samherja.

Nýjast