Umfang fyrirtækisins er mikið og því mikilvægt að hafa sem besta yfirsýn og eftirlit með framleiðslunni. Innova hugbúnaðurinn mun
sjá stjórnendum fyrir öllum þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að geta tekið upplýstar ákvarðanir um framleiðsluna, allt
frá því að tekið er við hráefninu þar til fullunnin vara er send úr húsi.
„Við höfum mjög góða reynslu af samstarfi við Marel þegar kemur að hugbúnaði fyrir okkar vinnslur. Marel þekkir þarfir
sjávarútvegsins og það endurspeglast í virkni og notagildi hugbúnaðarins. Okkar markmið er að hafa traustan hugbúnað sem er í
stöðugri þróun og fylgir okkur inn í framtíðina. Við teljum Marel uppfylla þær kröfur og því veljum við Innova," segir
Finnbogi Reynisson, yfirmaður upplýsingatæknimála hjá Samherja, á vef félagsins. Hafist verður handa við að innleiða
hugbúnaðinn strax í þessum mánuði.