Samherji greiðir 450 þúsund í jólabónus

Sam­herji greiðir starfs­fólki sínu í landi 450 þúsund króna launa­upp­bót í des­em­ber, til viðbót­ar um­sam­inni 74 þúsund króna des­em­berupp­bót.Upp­hæðin miðast við starfs­menn sem haf verið í fullu starfi allt árið 2014. Sam­herji greiddi aula­lega 61 þúsund krón­ur í or­lof­s­upp­bót til starfs­manna í maí og greiðir fyr­ir­tækið því á ár­inu rúm­lega hálfa millj­ón króna til hvers starfs­manns um­fram kjara­samn­inga.

Meðal mánaðarlaun starfs­fólks í fisk­vinnslu í Eyjaf­irði eru um 410 þúsund krón­ur, miðað við fullt starf. Sú launa­upp­bót sem greidd er á ár­inu sam­svar­ar því rúm­um ein­um mánaðarlaun­um. Þeir sem njóta þess­ar­ar launa­upp­bót­ar eru um 500 tals­ins.

Í tilkynningu frá Samherja segir að unnið sé í fiskvinnslum fyrirtækisins alla virka daga allt árið um kring. Þannig hef­ur það verið mörg und­an­far­in ár. Áhersl­an er sem fyrr á flókn­ari vinnslu með meiri virðis­auka. Þannig erum við stöðugt að færa okk­ur nær neyt­and­an­um og upp­fylla bet­ur breyti­leg­ar þarf­ir hans.

„Sam­vinna allra starfs­manna sem hjá okk­ur starfa, hvort held­ur er við veiðar, fisk­vinnslu, fisk­eldi eða markaðssetn­ingu og annað er sem fyrr kjöl­fest­an í ár­angri okk­ar. Það er alltaf ánægju­legt þegar hægt er að gera bet­ur við starfs­fólk, árið hef­ur gengið vel og þannig skap­ast til­efni,“ rituðu Þor­steinn Már Bald­vins­son og Kristján Vil­helms­son, til starfsfólks Samherja.

Nýjast