Samherji er að kanna kaup á norska frystitogaranum Andenesfisk II samkvæmt frétt á mbl.is í morgun. Um er að ræða fimm ára gamalt skip sem er 55 metrar að lengd og 12,2 metrar að breidd. Hann er með 4.000 hestafla aðalvél, og útbúinn til að draga tvö troll í einu.
Skipið verður ekki selt með aflaheimildum og er núverandi eigandi, Andenes havfiskselskap, að kanna leiðir til að flytja heimildirnar yfir á annað skip félagsins eða fá að geyma þær. Enn eru kaupin á skipinu ekki frágengin og fyrr en botn er kominn í hvað verður um veiðiheimildirnar sem á því eru mun þessi sala ekki verða kláruð.