Samfylkingin með opinn fund á Akureyri

Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur land undir fót í vikunni og heldur í fundaferð um allt land, þá þriðju á sjö mánuðum þar sem landsmönnum er boðið uppá milliliðalaust samtal um þau stóru og viðamiklu úrlausnarefni sem unnið er að. Miðvikudagskvöldið 10. febrúar kl. 20.00 verður fundur haldinn á Hótel KEA á Akureyri.  

Framsögumenn eru Kristján L. Möller samgönguráðherra og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður. Fundastjóri er Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri. Fundaferðin ber yfirskriftina samstaða um endurreisn en það er eitt af stóru verkefnunum að vinna að samstöðu landsmanna um endurreisn og bætt og betra samfélag. Einn veigamesti þátturinn í endurreisn efnahagslífsins er að ná endum saman í ríkisfjármálum, án þess að ganga hart að velferðarkerfinu og þeim sem veikast standa og helst þurfa því á stuðningi þess að halda. Ríkisstjórnin hefur staðið fyrir ýmis konar úrræðum sem nýst hafa fjölskyldum og einstaklingum í kjölfar efnahagshrunsins, auk þess hefur verið unnið að stefnubreytingu á fjölmörgum sviðum svo sem í skattamálum, umhverfismálum og sjávarútvegsmálum. Þá hefur ríkisstjórnin unnið jafnt og þétt að mikilvægum verkefnum í atvinnumálum, verkefnum sem munu vega þungt í endurreisninni, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast