Þrír aðilar fengu styrk að upphæð kr. 100.000, Sumarbúðir KFUM og KFUK við Hólavatn, Marimbasveit Giljaskóla vegna ferðar í
Marimba sumarbúðir í Varberg í Svíþjóð og Sumarbúðirnar Ástjörn. Príma - dansfélag MA fékk
styrk að upphæð kr. 75.000 til að halda Íslandsmeistarakeppni í freestyle. Loks fengu þrír aðilar styrk að upphæð kr. 50.000, Saman
hópurinn, félag um forvarnir, Skáksamband Íslands vegna þátttöku á Norðurlandamóti í skólaskák í
Færeyjum en að þessu sinni keppti einn keppandi frá Akureyri fyrir Íslands hönd og mótorhjólaklúbburinn MC Nornir fékk styrk til
þess að standa fyrir skyndihjálparnámskeiðum og styrkja unglingastarf klúbbsins.