Samfélags- og mannréttindaráð veitti styrki í 10 verkefni

Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum að veita 10 styrki til ýmissa félaga, samtals að upphæð 1.225.000.- krónur.  Hæsta styrkinn fékk KFUM og KFUK, eða kr. 300.000 til reksturs. Siglingaklúbburinn Nökkvi fékk næst hæsta styrkinn, kr. 250.000 vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Þá fékk Margvís ehf. styrk að upphæð kr. 150.000 vegna lestrarnámskeiðs fyrir ólæsar konur af tælenskum uppruna.

Þrír aðilar fengu styrk að upphæð kr. 100.000, Sumarbúðir KFUM og KFUK við Hólavatn, Marimbasveit Giljaskóla vegna ferðar í Marimba sumarbúðir í Varberg í Svíþjóð og  Sumarbúðirnar Ástjörn.  Príma - dansfélag MA fékk styrk að upphæð kr. 75.000 til að halda Íslandsmeistarakeppni í freestyle. Loks fengu þrír aðilar styrk að upphæð kr. 50.000, Saman hópurinn, félag um forvarnir, Skáksamband Íslands vegna þátttöku á Norðurlandamóti í skólaskák í Færeyjum en að þessu sinni keppti einn keppandi frá Akureyri fyrir Íslands hönd og mótorhjólaklúbburinn MC Nornir fékk styrk til þess að standa fyrir skyndihjálparnámskeiðum og styrkja unglingastarf klúbbsins.

Nýjast