Þetta var mikið áfall fyrir mig og alla fjölskylduna. Maður hefur ekkert komist yfir þetta og mun líklega aldrei gera, heldur lærir maður að lifa með sorginni, segir Hallgrímur Mar Steingrímsson knattspyrnumaður hjá KA á Akureyri. Þann 13. september árið 2012 breyttist líf Hallgríms snögglega þegar faðir hans, Steingrímur Kristinn Sigurðsson svipti sig lífi.
Hallgrímur er 23 ára og einn sex bræðra. Sá elsti er 28 ára en sá yngsti 5 ára. Móðir Hallgríms býr á Húsavík ásamt tveimur yngstu bræðrum Hallgríms.
Það líður ekki sá dagur að mér verði ekki hugsað til pabba og ég sakna hans alltaf. Pabbi fylgdi okkur öllum bræðrunum í gegnum fótboltann, mætti á alla leiki hjá Völsungi þegar við vorum yngri og eftir að ég og Guðmundur Óli bróðir minn fórum að spila með KA var pabbi duglegur að mæta á þá leiki. Ég sakna þess mikið að sjá hann ekki í stúkunni lengur að hvetja okkur áfram.
Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Hallgrím sem má nálgast í heild í prentútgáfu Vikudags.