Sakar yfirmenn hjá bænum um einelti

Háttsettir bæjarstarfsmenn á Akureyri eru sakaðir um einelti.
Háttsettir bæjarstarfsmenn á Akureyri eru sakaðir um einelti.

Vinnueftirlitið hefur tilkynnt Eiríki Birni Björgvinssyni, bæjarstjóra á Akureyri, að kvörtun um meint einelti hafi borist frá slökkviliðsstjóranum á Akureyri, Þorvaldi Helga Auðunssyni, af hendi bæjartæknifræðings, bæjarlögmanni og starfsmannastjóra bæjarins. „Ég hef ekki fengið neina formlega kvörtun í hendurnar. Ég hef átt fundi með slökkviliðsstjóra, fulltrúum vinnueftirlitsins og meintum gerendum vegna málsins. Það er unnið með þetta mál eins og öll sambærileg mál sem berast sveitarfélaginu,“ segir Eiríkur Björn í samtali við Vikudag.

Einelti innan Slökkviliðsins á Akureyri hefur grasserað um ár og áratugi innan stofnuninnar og m.a. var fyrrum slökkviliðsstjóra vikið úr starfi vegna eineltismála.

Aðspurður um hvort boðlegt sé að einelti skuli verið sífellt viðloðandi við jafn mikilvæga stofnun og hér um ræðir segir Eiríkur Björn: „Hér er um meint einelti að ræða og vinna með málið mun gefa okkur niðurstöðu um hvort um einelti sé að ræða eða ekki. Á meðan niðurstaða er ekki fengin er engin ástæða til að vera með einhverjar ályktanir.“

 

-þev

Nýjast