Saka bæinn um óheiðarleg vinnubrögð

Unnið að gerð gangbrautar við Drottningarbraut á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir.
Unnið að gerð gangbrautar við Drottningarbraut á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir.

Verktakafyrirtæki á Akureyri eru óánægð með hvernig staðið er að úthlutun verkefna hjá framkvæmdadeild bæjarins og saka bæjaryfirvöld um að beina viðskiptum til fárra útvalinna aðila. Bent er á að síðastliðið sumar hafi bærinn úthlutað einum og sama verktakanum sextán verkefni, án verðkannana eða útboðs af neinu tagi. Sjö jarðvinnu-og garðyrkjuverktakar á Akureyri hafa sent frá sér fréttatilkynningu um málið og segja að þolinmæðina vera á þrotum.

Í tilkynningunni kemur m.a. fram að árin 2009-2011 hafi verktakar komið að máli við bæjarstjóra og bæjarfulltrúa vegna starfshátta framkvæmdadeildar við úthlutun vinnu til verktaka sem þeir töldu að einkennst hafði af spillingu.  Á fyrri hluta ársins 2011 komu fram áform framkvæmdadeildar um að bjóða út öll verk. 

„Þá töldum við að málið væri komið í farveg sem stuðlaði að sanngirni og gegnsæi í vinnu verktaka fyrir Akureyrarbæ. Það er nú staðreynd að þessar hugmyndir komust aldrei  til framkvæmda heldur hafa stjórnendur deildarinnar beint viðskiptum bæjarins til fárra útvalinna aðila.  Þetta hefur sífellt sigið á ógæfuhliðina,“ segir í tilkynningu.

Verktakafyrirtækin sjö eru Garðtækni, Garðverk, KM malbikun, Túnþökusalan, G.Hjálmarsson, G.V.Gröfur og Arnar Friðriksson.

throstur@vikudagur.is


Nýjast