Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson, sögumaður er Aðalsteinn Bergdal, en auk hans koma fram í sýningunni, Atli Þór Albertsson, Jana María Guðmundsdóttir og María Þórðardóttir. Leikstjóri er María Sigurðardóttir.
Magna Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands segir að sagan af dátanum leikhúsverk, skrifað fyrir litla hljómsveit, leikara og dansara. Hún sagði samstarfið við LA vera spennandi en hljómsveitin hefur áður unnið með LA, m.a. í uppsetningu á Oliver fyrir fáum árum og Sound of Music á sínum tíma. Magna á von á enn frekara samstarfi þessara aðila, þegar menningarhúsið Hof hefur verið tekið í notkun.
Sagan af dátanum er um hermanninn Jósef sem er á leið heim í frí. Á leiðinni hittir hann Kölska í gervi gamals manns og selur honum fiðluna sína í skiptum fyrir bók sem á að færa honum óendanleg auðævi. Jósef kemst þó fljótlega að því að auðurinn færir honum ekki hamingju og hann þráir ekkert heitar en að vera fátækur á ný. Verkið var frumflutt í Sviss í lok fyrri heimsstyrjaldar og er enn í dag þörf áminning um að hamingjan verður ekki keypt fyrir öll heimsins auðæfi.