Saga kórtónlistar, rómantík

Kór Hymnodiu. Mynd/Daníel Starrason
Kór Hymnodiu. Mynd/Daníel Starrason

Að kvöldi annars í páskum, kl. 20:00, heldur Hymnodia kammerkór þriðju tónleika sína í tónleikaröðinni saga kórtónlistar, í Akureyrarkirkju, en þeir frestuðust áður vegna veikinda.  Að þessu sinni einbeitir kórinn sér að rómantískri tónlist 19. aldarinnar; fegurð og svellandi dramatík. Eyþór Ingi Jónsson segir frá og vekur athygli á einkennum tónlistarinnar, og Logi Einarsson arkitekt og Úlfur Logason myndlistarnemi segja frá og sýna dæmi um arkitektúr og myndlist sama tíma. Michael Jón Clarke syngur einsöng.  

Aðgangseyrir er 2.000 krónur en Hymnodia býður þó myndlistar- og tónlistarnemum endurgjaldslaust og hvetur þá sérstaklega til að mæta. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Eyþings. 

Nýjast