Sætaferðir á Handverkshátíð

Hrafnagil þar sem Handverkshátíðin fer fram.
Hrafnagil þar sem Handverkshátíðin fer fram.
Handverkshátíðin sem nú fer fram í Hrafnagili er komin í samstarf við Saga Travel. Fastar sætaferðir verða í boði alla sýningardagana  kl: 12:30,  14:30 og 16:30 frá höfuðstöðvum þeirra Kaupvangsstræti 4 og til baka síðar um daginn. Hátíðin er opin í dag og morgun frá kl. 12-19 og
sunudaginn frá kl. 12-18. Sýnendur af öllu landinu hafa komið sér fyrir á 91 sýningarbás.

"Það er einkennandi hversu fjölbreyttar og vandaðar vörur eru á boðstólnum í ár og mikill metnaður lagður í hvern sýningarbás. Fjölbreytt dagskrá á útisvæðinu svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi," segir í tilkynningu.

Uppslýsingar um sætaferðir eru í síma 558-8000.

Nýjast