Sænskur framherji til Þórs

Robin Strömberg. Mynd: Páll Jóhannesson.
Robin Strömberg. Mynd: Páll Jóhannesson.

Þórsarar hafa fengið sænskan framherja til liðs við félagið en sá er tvítugur og heitir Robin Strömberg. Hann hefur leikið með Mjallby í Allsvenska í heimalandi sínu undanfarið og lék sex leiki með liðinu í fyrra í sænsku úrvalsdeildinni. Robin gekk frá samningi við Þór um liðna helgi eftir að hafa æft með liðinu í nokkra daga og gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið á miðvikudaginn kemur þegar Þór sækir KF heim í fyrstu bikarkeppni KSÍ.

Nýjast