Norðursigling festi nýlega kaup á tíunda eikarskipinu í flota fyrirtækisins. Skipið var smíðað af Skipasmíðastöð Gulla og Trausta á Akureyri árið 1977 fyrir Karl Aðalsteinsson úgerðarmann á Húsavík og syni hans, Aðalstein Pétur og Óskar Eydal. Skipið hlaut nafnið Sæborg ÞH 55. Alls var skipið í eigu sömu fjölskyldu á Húsavík í 24 ár.
Sæborg ÞH var seld til Keflavíkur árið 1992 en hefur undanfarin ár verið gerð út í ferðaþjónustu frá Reykjavík undir nafninu Áróra RE.
„það var einungis eitt nafn sem kom til greina fyrir þetta skip enda er Sæborgin ÞH nú að snúa heim til Húsavíkur eftir töluverða útlegu“, segir Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdarstjóri Norðursiglingar hf.
Sæborgin mun hefja reglulega hvalaskoðun frá Húsavík þann 1. júní nk. og getur borið allt að 70 farþega.
Í tilefni heimkomu Sæborgar býður Norðursigling til móttöku á Gamla-Bauk eftir að báturinn hefur lagst að bryggju. Sæborgin verður til sýnis við flotbryggju Norðursiglingar milli 12 og 13 þriðjudaginn 10. maí. /epe