Íslandsmót barna- og unglinga í listhlaupi á skautum fór fram um liðna helgi í Skautahöll Akureyrar. Keppt var í 11 flokkum þar sem 74 krakkar sýndu listir sýnar en keppendur komu frá Skautafélagi Akureyrar, Birninum og Skautafélagi Reykjavíkur.
SA náði góðum árangri á mótinu og vann til sjö verðlauna. Urður Steinunn Frostadóttir sigraði í stúlknaflokki B, Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir varð í öðru sæti í flokki 10 ára og yngri A, Guðrún Brynjólfsdóttir varð í öðru sæti í flokki 12 ára og yngri B og Helga Jóhannsdóttir varð í öðru sæti í stúlknaflokki A.
Í unglingaflokki B sigraði Andrea Rún Halldórsdóttir, Karen Björk Gunnarsdóttir varð í öðru sæti og Fjóla Gunnarsdóttir í því þriðja. Til gamans má geta að Andrea Rún er sú fyrsta sem hefur náð að stökkva tvöfaldan Axel á æfingu hér á landi en mikil spenna er hver verður fyrsti Íslendingurinn sem nær þeim árangri.