SA tryggði sér heimaleikjaréttinn með sigri gegn SR

SA tryggði sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni á Íslandsmótinu í íshokkí karla með sigri gegn SR í Laugardalnum í kvöld, 5:4, í lokaleik sínum í deildinni í vetur. SA endar því með 28 stig á toppi deildarinnar. Úrslitin þýða að SR og Björninn mætast í hreinum úrslitaleik á þriðjudaginn kemur um hvort liðið fylgir SA í úrslitakeppnina.

Rúnar Rúnarsson skoraði 2 mörk fyrir SA í kvöld og þeir Josh Gribben, Jón Benedikt Gíslason og Jóhann Már Leifsson sitt markið hver.

Fyrir SR skoraði Egill Þormóðsson tvívegis og þeir Daniel Kolar og Gunnlaugur Karlsson sitt markið hver.

Nýjast