Fyrir Björninn skoraði Úlfar Jón Andrésson tvö mörk og þeir Gunnar Guðmundsson og Ólafur Hrafn Björnsson eitt mark hvor.
Eins fyrr segir er staðan í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn, 1:1, eftir tvo leiki en þrjá sigra þarf til þess að landa titlinum. Næstu tveir leikir fara fram í Egilshöll, sá fyrri á sunnudaginn kemur kl. 14:00 í beinni útsendingu á RÚV, og sá síðari á mánudaginn kemur. Fari rimman í fimm leiki verður fimmti og síðasti leikurinn leikinn í Skautahöll Akureyrar, miðvikudaginn 10. mars.