Í kvöld leikur Skautafélag Akureyrar sinn fyrsta leik á árinu á Íslandsmótinu í íshokkí karla, er liðið fær Skautafélag Reykjavíkur í heimsókn í Skautahöll Akureyrar og hefst leikurinn kl. 17:30.
Fyrir leikinn munar tveimur stigum á liðunum, SR hefur 19 stig í efsta sæti deildarinnar en SA 17 stig í öðru sæti. Með sigri getur SA tyllt sér á toppinn í deildinni.