Úrslitakeppnin í íshokkí kvenna heldur áfram í kvöld er SA og Björninn mætast í Skautahöll Akureyrar kl. 19:15, í öðrum leik liðanna í einvíginu.
Björninn vann fyrsta leikinn og leiðir einvígið 1:0 og getur því með sigri í kvöld orðið Íslandsmeistari. Vinni SA mætast liðin i hreinum úrslitaleik í Egilshöllinni næstkomandi fimmtudag.