SA hefur þar með 25 stig í deildinni, SR er í öðru sæti með 22 stig og Björninn í því þriðja með 19 stig.
SA á eftir mæta SR á útivelli, laugardaginn 20. febrúar. Sigri SR í þeim leik tryggja þeir sig áfram í úrslitakeppnina en tapi þeir á Björninn enn von, en Björninn og SR mætast einmitt í lokaleik deildarinnar þann 23. febrúar og gæti það orðið úrslitaleikurinn milli liðanna um hvort liðið fylgir SA í úrslitakeppnina.