Andri Freyr Sveinsson kom SA í 3:0 í upphafi 2. leikhluta og á 10. mínútu leikhlutans skoraði Steinar Grettisson fjórða mark SA í leiknum, sem hafði örugga 4:0 forystu fyrir þriðja og síðasta leikhlutann og allt útlit fyrir þægilegan sigur heimamanna.
Leikmenn SA slökuðu þó full mikið á í 3. leikhluta og Björninn náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 4:2, á þriggja mínútna kafla í upphafi leikhlutans. Lengra komust þó gestirnir ekki og SA landaði mikilvægum sigri.
SA hefur 12 stig í öðru sæti deildarinnar eftir sjö leiki en Björninn hefur þrjú stig í þriðja sætinu.