SA getur orðið Íslandsmeistari í kvöld!

SA sigraði SR í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn sl. laugardag með 10 mörkum gegn 6 í stórskemmtilegum leik liðanna í Skautahöllinni í Reykjavík.

SA menn fóru hreinlega hamförum í fyrstu lotu og höfðu eftir hana 5-0 forystu. Í annarri lotu jafnaðist leikurinn mikið og settu liðin sitt hvort markið, staðan eftir hana því 6-1. Í þriðju og síðustu lotu hins vegar skoraði SA fjögur mörk en SR fimm. Lokatölur urðu því eins og áður sagði 10-6. Athyglivert er að 9 leikmenn SA skoruðu mörkin 10 og skiptust mörkin/stoðsendingarnar svona: Jón Ingi Hallgrímsson 1/3, Jón Gíslason 2/1, Rúnar Rúnarsson 1/2, Tomas Fiala 1/1, Sigurður Sigurðsson 1/0, Elvar Jónsteinsson 1/0, Guðmundur Guðmundsson 1/0, Sigurður Árnason 1/0, Björn Már Jakobsson 1/0, Elmar Magnússon 0/1, Steinar Grettisson 0/1.

SA getur því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á SR í kvöld í Skautahöllinni. Ljóst er að liðið þarf að snúa við þeim „álögum" sem virðast vera í þessari úrslitakeppni en allir leikirnir þrír hafa unnist á útivelli, SA hefur unnið tvo og SR einn. Allir á völlinn!

Nýjast