SA eldri vann grannaslaginn

SA eldri hafði betur gegn SA yngri, 6:4, er liðin mættust í Skautahöll Akureyrar í gærkvöld. SA eldri hefur þar með 16 stig í deildinni en þær yngri hafa 3 stig.

 

SA eldri hefur þar með tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, en regluverkið heimilar þó sameiningu SA- liðanna í úrslitum. Björninn hefur þegar tryggt sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar.

Nýjast