SA- eldri lagði SA- yngri að velli, 4:3, er liðin mættust í Skautahöll Akureyrar í gærkvöld á Íslandsmóti kvenna í íshokkí. Mörk SA- eldri í leiknum skoruðu þær Sarah Smiley, Birna Baldursdóttir, Arndís Sigurðardóttir og Jónína Guðbjartsdóttir. Mörk SA- yngri skoruðu þær Díana Möll Björgvinsdóttir, Diljá Sif Björgvinsdóttir og Guðrún Marin Viðarsdóttir.