Rykfallin kosningaloforð

Guðmundur Karl í Hlíðarfjalli, en fyrir aftan hann er svæðið sem nýtt skíðahótel átti að rísa. Mynd/…
Guðmundur Karl í Hlíðarfjalli, en fyrir aftan hann er svæðið sem nýtt skíðahótel átti að rísa. Mynd/Þröstur Ernir

Óvissa er um uppbyggingu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Til stóð að reisa 2200 fermetra nýjan skíðaskála á skíðasvæðinu og áætlað að framkvæmdir myndu hefjast á næsta ári. Skíðahótelið er 50 ára gamalt og einungis 1200 fermetrar, þar af eru aðeins 900 fermetrar nýttir. Samhliða nýjum skála var áætlað að stækka bílastæðin verulega. Þessar framkvæmdir eru hins vegar komnar í hnút að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns í Hlíðarfjalli.

„Sveitarfélagið ákveður hvað verður gert en það er ekkert í kortunum nema rykfallin kosningaloforð. En það styttist í næstu sveitarstjórnarkosningar og þá er spurning hvað nýtt fólk í bæjarstjórn vill gera. Ég lít á Hlíðarfjall sem ferðamannastað og ef þetta á að vera ferðmannastaður þarf að byggja svæðið upp sem slíkt."

throstur@vikudagur.is

Ítarlegt viðtal er við Guðmund Karl í prentútgáfu Vikudags þar sem m.a. er fjallað nánar um uppbyggingu skíðasvæðisins, veturinn sem er að líða og veru Guðmundar Karls í Colarado í Bandaríkjunum þar sem hann bjó í 11 ár.

Nýjast