Ryðgaðar hurðir geta gefið sig og gólfin varasöm

Óvíst er hvort valdir strætisvagnar á Akureyri standis skoðun í sumar. Mynd/Þröstur Ernir
Óvíst er hvort valdir strætisvagnar á Akureyri standis skoðun í sumar. Mynd/Þröstur Ernir

Viðhaldskostnaður vegna strætisvagna á Akureyri var um 10 milljónir árið 2014 og er það 35% aukning frá fyrra ári. Ástæðan er sú að vagnarnir eru of gamlir og þola ekki lengur álagið. Þetta kemur fram í minnisblaði frá forstöðumanni Strætisvagna Akureyrar vegna viðhaldskostnaðar á bifreiðum og ferliþjónustu SVA.  Í strætisvagni, sem m.a. er notaður sem skólavagn á morgnana og sem varavagn í neyð,  eru hurðirnar verulega ryðgaðar og geta gefið sig hvenær sem er.

Tveir strætóar af árgerð 2000 eru bilaðir flesta daga, ýmist annar þeirra eða báðir og fer mikill tími í viðgerðir. Gólfin í bílunum eru ónýt og orðið varasamt í öðrum þeirra. Þá eru vagnarnir mikið slitnir og óvíst hvernig gengur að koma þeim í gegnum skoðun í sumar. Vegna lélegra vagna verður þjónustan ótrygg sökum tíðra bilana og sífellt er algengara að verulegar tafir verði eða ferð falli niður vegna bilana. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast