Svæðisstöð RÚV á Norðurlandi mun flytja í húsnæði við Hólabraut 13 eða gamla Zion húsið á Akureyri á næstu vikum en RÚV hefur verið í húsnæði Háskólans á Akureyri á Sólborg frá árinu 2010. Að sögn Brynjólfs Þórs Guðmundssonar, starfandi svæðisstjóri RÚV á Norðurlandi, er ástæða flutningana sú að húsnæðið við Hólabraut 13 er stærra en núverandi húsnæði og á góðum stað í bænum. Hann segir vinnu við nauð synlegar breytingar hefjast fljótlega og flutningar hefjist að þeim loknum.
-Vikudagur, 18. febrúar