09. október, 2009 - 13:44
Fréttir
Áætlunarferðunum á vegum Bíla og fólks ehf., sem fyrirhugaðar voru frá Reykjavík, Akureyri og Snæfellsnesi kl. 13.00 í dag, var
frestað til seinni part dags. Farið verður frá Reykjavík til Akureyrar og frá Akureyri til Reykjavíkur kl. 17.00, frá Hellissandi kl. 16:20 frá
Stykkishólmi kl. 16:35, frá Reykjavík á Snæfellsnes kl. 17:30.
Ferðin sem átti að fara kl. 13:00 í Borgarnes verið frestað til kl. 17.00 og ferðunum sem áttu að fara í Búðardal og Dali hefur
verið frestað til morguns og fara frá Reykjavík kl. 08:30. Áætlunarferðinni á Strandir og til Hólmavíkur hefur verið frestað til
morguns og fer hún frá Reykjavík kl. 08:30.