Biðtími eftir viðtali hjá heimilislækni á Akureyri í dag er að meðaltali rúm vika og hefur biðin ekki verið lengri um árabil. Þetta segir Karl Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, í samtali við Vikudag. Hann segir biðina eftir heimilislækni hafi oftast verið 3-4 dagar að meðaltali undanfarin ár. Ástandið sé hins vegar frekar slæmt þessa dagana. Þetta er því miður staðan í dag og hún er óásættanleg, segir Karl.
Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags