Einstaklingsviðtölum hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, fjölgaði um 33,6% á milli ára sem er rúmlega þriðjungur. Viðtölin á árinu 2015 voru 1309 en alls komu 209 skjólstæðingar í einstaklingsviðtöl. Þetta kemur fram í ársskýrslu Aflsins sem fjallað er um í nýjasta tölublaði Vikudags og verður kynnt í dag á ársfundi samtakanna.
Einstaklingsviðtölum hjá Aflinu hefur farið ört fjölgandi undanfarin ár. Árið 2011 voru þau alls 685 og hefur viðtala því tvöfaldast undanförnum fjórum árum. Þá kemur fram í ársskýrslunni að fjárhagsstaða Aflsins í byrjun árs var betri en síðustu ár.
Lengri frétt um þetta mál má nálgast í prentútgáfu Vikudags.
Sem fyrr segir fer ársfundur Aflsins fram í dag og verður blásið til veglegs málþings þar sem boðið verður upp á upplýsandi erindi frá fjölbreyttum sjónarhornum þeirra sem að málaflokknum koma. Fundurinn fer fram að Borgum við Norðurslóð milli kl. 16-18:15.